
31. maí 2006
28. maí 2006
Sumarmorgun
Það er logn og þokan hangir í miðjum fjallshlíðum, stöku ský hefur slitnað frá og sigið niður eftir fjallinu og hangir eins og stakur ullarhnoðri undir klettabeltinu. Undanfarna daga hafa verið skúrir og logn eða suðaustan átt en þá hangir þokan á brún Urðahjallans, alltaf á báðum áttum um hvort hún eigi að velta fram af eða hopa upp á tind. Hún geri hvorugt. Tindurinn hefu bætt á sig snjó undanfarna daga og fannhvítir og svartir hamrarnir ná stöku sinnum að tæta sundur þokubólsturinn svona eins og til að minna á tilvist sína.
Það er friðsælt á lognkyrrum morgni við fjörðinn. Landið hreinþvegið eftir skúri næturinnar, stöku æðarfugl teygir sig í fjörunni, fílinn er vakandi í klettunum fyrr ofan bæinn en endurnar á tjörninni bæla sig flestar með höfuðið undir væng, þær sjá ekki að kosningaúrslit gærdagsins breyti nokkru, ég er sammála þeim.
Það er friðsælt á lognkyrrum morgni við fjörðinn. Landið hreinþvegið eftir skúri næturinnar, stöku æðarfugl teygir sig í fjörunni, fílinn er vakandi í klettunum fyrr ofan bæinn en endurnar á tjörninni bæla sig flestar með höfuðið undir væng, þær sjá ekki að kosningaúrslit gærdagsins breyti nokkru, ég er sammála þeim.
21. maí 2006
Djöf...
held ég að ég verði ánægð með mig þegar þetta verður búið.
Sá í dag úttekt á klisjum íslenskra þjálfara, þar sagði um margan ágætann þjálfarann að ,,hann bölvi mikið" en það var útskýrt með því að þeir væru utan af landi!
Fjandinn sem ég vissi að fólk úti á landi bölvaði meira en höfuðborgarbúarnir.
Ætli skýringin sé ekki frekar sú að lýðurinn í Reykjavík er svo linmæltur að það skilst ekki þó hann bölvi.
Sá í dag úttekt á klisjum íslenskra þjálfara, þar sagði um margan ágætann þjálfarann að ,,hann bölvi mikið" en það var útskýrt með því að þeir væru utan af landi!
Fjandinn sem ég vissi að fólk úti á landi bölvaði meira en höfuðborgarbúarnir.
Ætli skýringin sé ekki frekar sú að lýðurinn í Reykjavík er svo linmæltur að það skilst ekki þó hann bölvi.
Eða svona tröll

Fræðatröll
Þú ert vanafastur, tilfinningaríkur innipúki.
Fræðatröllið er forvitið að eðlisfari og er köllun þess í lífinu að komast að sannleikanum. Fræðatröll má gjarnan finna í dimmum skúmaskotum bókasafna þar sem þau rykfalla og sussa á aðra gesti safnsins. Fræðatröllið klæðist gjarnan flaueli - nema þegar það er í tísku. Hringitónninn í síma þess er stefið úr þættinum Nýjasta tækni og vísindi, sem það grætur stöðugt að sé ekki lengur á dagskrá.
Hvaða tröll ert þú?
veit ekki .....
Ætli ég geti ekki fengið að vera þau öll.
Jæja kominn tími til að hætt að slæpast og kvarta svo sífellt undan því að hafa mikið að gera!
Vildi....

að ég hefði tíma í þetta.
Fjallahringur Þingvalla - önnur ganga - hellaskoðun
Lýsing:
Ferðafélag Íslands og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum bjóða upp á lengri gönguferðir á sunnudögum fram til 18.júní undir nafninu Fjallahringur
Þingvalla. Næsta sunnudag 21.maí verður farið í gönguferð um hella og hraunganga austan við Gjábakka en í Gjábakkahrauni er marga hella að finna.
20. maí 2006
Tröll

Viðskiptajöfur
Þú ert nýjungagjörn, yfirveguð félagsvera.
Það fyrsta sem viðskiptajöfurinn hugsaði þegar Ólafur og Dorrit trúlofuðust var hvaða áhrif það myndi hafa á gengi íslensku krónunnar. Honum finnst Donald Trump vera svalur... líka peningaklemmur. Hann ætlar, er, var eða vildi að hann hefði verið í Versló - en ekki söngleiknum.
Viðskiptajöfurinn tekur ákvarðanir með heilanum en ekki hjartanu og þarf að hugsa sig um þegar einhver spyr hann: "Peningana eða lífið!?" Hann hefur stáltaugar og getur lagt allt undir og í framtíðinni verður viðskiptajöfurinn annað hvort moldríkur - eða staurblankur.
Það er toppurinn að vera í teinóttu.
Hvaða tröll ert þú?
(þessu var svarað eftir bestu samvisku en útkoman er bull. Nýjungagjörn- jú það getur svo sem verið en hitt ..... Versló! Mætti ég þá frekar biðja um MH. )
Laugardagur 20. maí. (held ég)
Jæja, útskriftarveislan búin og Hönnunarneminn orðinn Stúdent. Hún var að útskrifast af hönnunarbraut daman en ekki fatahönnunarbraut eins og ég hélt það héti, hún hélt á tveimur útskráningarskýrteinum heim. Öðru fyrir hönnunarbrautina og hinu fyrir stútentsprófið. Fór svo heim með ævintýrir H.C. Andersen á dönsku en það voru verðlaun frá Danska sendiráðinu fyrir góðan árangur í dönsku. Skyldi hún lesa bókina einhverntíma? Ég byrjaði að lesa og las og las þangað til einhverjum datt í hug að fara að flagga verðlaununum hennar og þá áttaði ég mig á að kannski situr maður ekki og les og les og les í úrskriftarveislum. Samt held ég að ævintýrin eftir karlkvölina hann Hans C. Andersen séu mun skárri á dönsku en í íslenskri þýðingu. Mér hefur alltaf fundist þau full væmin fyrir minn smekk.
Annars er ég búin að sitja í vinnunni í mest allan dag og er að velta því fyrir mér hvort ég nenni nokkuð að fara heim í mat og mæta svo aftur.
Ég held ekki.
Stefnan er tekin á að komast á Austurlandið á miðvikudag og þá þýðir ekkert að vera að barma sér. Mér skal takast að klára öll vaskuppgjör fyrir þann tíma en sé til með þetta ársuppgjör sem er að þvælast fyrir mér.
Annars er ég búin að sitja í vinnunni í mest allan dag og er að velta því fyrir mér hvort ég nenni nokkuð að fara heim í mat og mæta svo aftur.
Ég held ekki.
Stefnan er tekin á að komast á Austurlandið á miðvikudag og þá þýðir ekkert að vera að barma sér. Mér skal takast að klára öll vaskuppgjör fyrir þann tíma en sé til með þetta ársuppgjör sem er að þvælast fyrir mér.
19. maí 2006
Gleymda síðan
Það liggur við að ég muni ekki lengur hvernig þessi síða mín lítur út, svo sjaldan kem ég hingað orðið. En það er brjálað að gera eins og venjulega og lítll tími til að sitja yfir tölvunni. Ég er meira að segja hætt að lesa blogg nema hjá Sjúkraliðanum og þá er nú mikið sagt.
Ég er búin að vera leynivinur alla vikuna og ég held að ég sé ekki búin að standa mig neitt sérstaklega vel í því. Sendi nú samt einhver sms og tíndi svo túlípanana úti í garði til að færa vini mínum í vinnuna. Vinur minn hefur reyndar mest verið að vinan úti í bæ þessa viku svo ég held að túlípönunum hafi verið kastað á glæ.
Af því ég var komin með samviskubit yfir því hvað ég færði mínum vini fátt og lítið miðað við það sem leynivinur minn er búinn að hrúga á borðið hjá mér tók ég mig til í kvöld og pakkaði vel og vandlega inn einu bókamerkinu sem ég er svo hagsýn að eiga ofan í skúffu tilbúin til afhendingar. Ég verð svo bara að vona að viðkomandi noti einhverntíma bókamerki og það væri ekki verra að hún þekkti orkeringu frá hekli. Ég held samt ekki.
Óvissuferði í vinnunni á morgun og ég ætla ekki með, ég ætla í útskriftarveislu hjá tengdadóttirinni sem var að útskrifast af fatahönnunarbraut í Iðnskólanum í Rvk.
Hún verður í óvissu með það út mánuðinn hvort hún fær inni í Listaháskólanum, er önnur af tveim á biðlista þar. Mér finnst nokkuð gott hjá henni að komast þó í það úrtak, það eru ekki nema 10 af einhverjum tugum sem sækja um sem komast inn en nú þarf hún að bíða og biðja þess að einhver hætti við.
Og ég er búin að vaka alltof lengi yfir innpökkun og fíflagangi og mæti tæpilega snemma í vinnu á morgun.
Ég er búin að vera leynivinur alla vikuna og ég held að ég sé ekki búin að standa mig neitt sérstaklega vel í því. Sendi nú samt einhver sms og tíndi svo túlípanana úti í garði til að færa vini mínum í vinnuna. Vinur minn hefur reyndar mest verið að vinan úti í bæ þessa viku svo ég held að túlípönunum hafi verið kastað á glæ.
Af því ég var komin með samviskubit yfir því hvað ég færði mínum vini fátt og lítið miðað við það sem leynivinur minn er búinn að hrúga á borðið hjá mér tók ég mig til í kvöld og pakkaði vel og vandlega inn einu bókamerkinu sem ég er svo hagsýn að eiga ofan í skúffu tilbúin til afhendingar. Ég verð svo bara að vona að viðkomandi noti einhverntíma bókamerki og það væri ekki verra að hún þekkti orkeringu frá hekli. Ég held samt ekki.
Óvissuferði í vinnunni á morgun og ég ætla ekki með, ég ætla í útskriftarveislu hjá tengdadóttirinni sem var að útskrifast af fatahönnunarbraut í Iðnskólanum í Rvk.
Hún verður í óvissu með það út mánuðinn hvort hún fær inni í Listaháskólanum, er önnur af tveim á biðlista þar. Mér finnst nokkuð gott hjá henni að komast þó í það úrtak, það eru ekki nema 10 af einhverjum tugum sem sækja um sem komast inn en nú þarf hún að bíða og biðja þess að einhver hætti við.
Og ég er búin að vaka alltof lengi yfir innpökkun og fíflagangi og mæti tæpilega snemma í vinnu á morgun.
12. maí 2006
Föstudagurinn
Klukkan sjö á þessum drottins degi er ekki ský yfir Esjunni, annað en var í gærmorgun þegar við Sjúkraliðinn ákáðum að standa við loforð frá því um daginn og fara í morgungöngu eftir blaðburð.
Ég heimtaði að keyra alla leið upp í Mos. og ganga upp í Esjuhlíðar. Það runnu á mig tvær grímur þegar ég ská skúraleiðingarnar við Mógilsá en ákvörðun er ákvörðun og Esjan hefur það fram yfir flesta aðara hóla í nágrenninu að það er hægt að fara beint í brekkuna en ekki þurfa að ganga í klukkutíma áður en uppgangan hefst. Hentar vel þegar maður ætlar að þjálfa sig.
Við gengum í klukkutíma upp og hálftíma niður sem þýddi að ég var að mæta í vinnuna hundrennandi klukkan níu í gærmorgun. Tókst endanlega að sannfæra vinnufélagana að geðheilsu minni væri stórlega ábótavant en þá hefur sterklega grunað það fram að þessu þar sem ég er afskaplega ódugleg að njóta rauðvínsdrykkju með þeim á menningarkvöldum fyrirtækisins.
En klukkan er sjö, Grafarvogurinn spegilsléttur og þarf ekki mikið hugmyndaflug til að halda að úti sé komið sumar þó reyndar sé ekki nema 4 stiga hiti.l
Svo þarf ég að bretta upp ermum og vinna eins og skepna (aldrei sagt það áður eða hvað?) fram að 25. maí en þá ætla ég að láta senda mig í sveit.
Yfirmaðurinn saup reyndar hveljur þegar ég sagði henni að ég ætlaði í frí vikuna fyrir VSK en ég held mér hafi tekist að róa hana niður.
Ég heimtaði að keyra alla leið upp í Mos. og ganga upp í Esjuhlíðar. Það runnu á mig tvær grímur þegar ég ská skúraleiðingarnar við Mógilsá en ákvörðun er ákvörðun og Esjan hefur það fram yfir flesta aðara hóla í nágrenninu að það er hægt að fara beint í brekkuna en ekki þurfa að ganga í klukkutíma áður en uppgangan hefst. Hentar vel þegar maður ætlar að þjálfa sig.
Við gengum í klukkutíma upp og hálftíma niður sem þýddi að ég var að mæta í vinnuna hundrennandi klukkan níu í gærmorgun. Tókst endanlega að sannfæra vinnufélagana að geðheilsu minni væri stórlega ábótavant en þá hefur sterklega grunað það fram að þessu þar sem ég er afskaplega ódugleg að njóta rauðvínsdrykkju með þeim á menningarkvöldum fyrirtækisins.
En klukkan er sjö, Grafarvogurinn spegilsléttur og þarf ekki mikið hugmyndaflug til að halda að úti sé komið sumar þó reyndar sé ekki nema 4 stiga hiti.l
Svo þarf ég að bretta upp ermum og vinna eins og skepna (aldrei sagt það áður eða hvað?) fram að 25. maí en þá ætla ég að láta senda mig í sveit.
Yfirmaðurinn saup reyndar hveljur þegar ég sagði henni að ég ætlaði í frí vikuna fyrir VSK en ég held mér hafi tekist að róa hana niður.
6. maí 2006
Blað allra landsmanna
Þvílíkur lúxus, ég fékk Morgunblaðið í morgun og las það með kornflexinu en var svo upptekin við lesturinn að ég gleymdi að hella upp á kaffi. Blaðberinn vildi hvort eða ekki kaffi þennan morgun.
Las grein um íslenska húsgagnahönnun og framleiðslu, eitthvað sem maður er búinn að gleyma að hafi verið til hér. Man samt eftir þessum stíl og húsgögnum í honum og hugsa til þess að flest er þetta komið á haugana og fáar áþreyfanlegar minjar til um þennan iðnað og þessa sögu. Held ég, ég hef svo sem engar áræðanlegar heimildir fyrir því.
Sá að í Þjóðmynjasafninu er áhugaverð ljósmyndasýning og í Borgarnesi er verið að opna safn sem mig langar á.
Stresslaus morgun, en var nú samt mætt á vinnustaðinn fyrir níu.
Nú á að bretta upp ermum og vinna upp ýmislegt sem ég rak augun í að hefði gleymst að gera í vetur meðan álagið var sem mest.
Las grein um íslenska húsgagnahönnun og framleiðslu, eitthvað sem maður er búinn að gleyma að hafi verið til hér. Man samt eftir þessum stíl og húsgögnum í honum og hugsa til þess að flest er þetta komið á haugana og fáar áþreyfanlegar minjar til um þennan iðnað og þessa sögu. Held ég, ég hef svo sem engar áræðanlegar heimildir fyrir því.
Sá að í Þjóðmynjasafninu er áhugaverð ljósmyndasýning og í Borgarnesi er verið að opna safn sem mig langar á.
Stresslaus morgun, en var nú samt mætt á vinnustaðinn fyrir níu.
Nú á að bretta upp ermum og vinna upp ýmislegt sem ég rak augun í að hefði gleymst að gera í vetur meðan álagið var sem mest.
5. maí 2006
Svefnsýki.
Svaf yfir mig og vaknaði ekki fyrr en klukkan 7 í morgun. Það rústaði þessu nýuppgötvaða trixi mínu að hringja í Blaðberann og bjóða honum í morgunkaffi. Með því móti hef ég náð að eignast morgunblaðið glóðvolgt bæði í gær og fyrradag. Ekki í dag! Ég get sjálfri mér um kennt, vaknaði klukkan 5 í stað 5:30 eins og vanalega, tók koddann minn og vafði honum utan um höfuðið í tilraun til að sofna aftur. Það tókst.
Ég á nú ekki von á að þessi svefnsýki verði viðvarandi og ætti að geti boðið Blaðberanum í morgunkaffi og danskan morgunmat einhverja morgna í vor.
Ég á nú ekki von á að þessi svefnsýki verði viðvarandi og ætti að geti boðið Blaðberanum í morgunkaffi og danskan morgunmat einhverja morgna í vor.
3. maí 2006
Ekkert að frétta
annað en ég er mætt í vinnu klukkan hálf átta.
Þá ætti ég kannski að reyna að gera eitthvað líka!
Þá ætti ég kannski að reyna að gera eitthvað líka!
1. maí 2006
Morgun(ó)gleði
Vaknaði hálf sex í morgun, þreytt, með verki í herðum og axlarliðum til viðbótar við eymslin og óáranina sem hefur angrað mig í ganglimum undnfarnar vikur. Hugsaði til þess með hryllingi að Sjúkraliðinn kæmi og drægi mig út á hárinu klukkan sjö og reyndi að bæla mig niður í koddann aftur til að ná meiri hvíld. Það tókst í tíu mínútur en þá gafst ég upp og lúskraðist fram úr rúminu.
Sá mér til örlítilar huggunar að sólin lýsti upp land og lýð og hitmælirinn sýndi fjórar gráður á celsíus. Eftir að hafa gramsað í óhreinatauinu til að finna göngubuxurnar og potað mér í þær ásamt fleiri flíkum greip ég í tóman kaffistauk. Það blés ekki byrlega á sjálfum hátíðisdegi verkalýðsins!
Þökk sé gsm símum að ég fékk kaffið mitt í morgun, ég náði að hringja í sjúkraliðann sem var í sinni venjulegu morgungöngu með Morgunblaðið og bað hana að færa mér kaffi um leið og hún kæmi.
Eftir kaffi- og verkjalyfjauppáhellingu tókum við stefnuna að Kaldárseli og örkuðum af stað upp á Helgafellið.
Sá mér til örlítilar huggunar að sólin lýsti upp land og lýð og hitmælirinn sýndi fjórar gráður á celsíus. Eftir að hafa gramsað í óhreinatauinu til að finna göngubuxurnar og potað mér í þær ásamt fleiri flíkum greip ég í tóman kaffistauk. Það blés ekki byrlega á sjálfum hátíðisdegi verkalýðsins!
Þökk sé gsm símum að ég fékk kaffið mitt í morgun, ég náði að hringja í sjúkraliðann sem var í sinni venjulegu morgungöngu með Morgunblaðið og bað hana að færa mér kaffi um leið og hún kæmi.
Eftir kaffi- og verkjalyfjauppáhellingu tókum við stefnuna að Kaldárseli og örkuðum af stað upp á Helgafellið.
Morgun(ó)gleði, framhald.
Sólin kepptist við að þurka upp úrkomu næturinnar og þokan hafði hörfað yst út á Reykjanes og upp á Skaga svo við fengum óskaveður á leiðinni. Það er fátt betra en morgunsúrefnið á svona dögum.
Sjúkraliðinn gerði mér þann greiða að ganga bara fetið og ég staulaðist á eftir henni sem leið lá alla leið á topp Helgafells sem eru heilir 339 m.y.s.
Þar kvittuðum við í gestabókina en náðum ekki að vera fyrstu gestir dagsins. Einum mættum við sem fór enn fyrr á fætur en við en ef skriflegar heimildir verða látnar skera úr um mætinguna vorum við að kvitta klukkan 9.00 en hann hafði kvittað klukkan 9:25. Þannig að .....
Við stefnum á að verða ,,fyrstu" gestir dagsins á fleiri fjöll.
Ég hef ekki áður gengið á Helgafellið en þar sem Sjúkraliðinn var að fara í sína aðra ferð þangað varð hún að sýna mér ,,gatið" hræðilega sem hún fór niður um í fyrri ferðinni. Gatið reyndist vera nokkuð brött niðurganga undir steinboga og ef sú leið er valin kemur maður niður að sunnanverðu.
Sjúkraliðinn hætti lífi sínu og limum fyrir mig í morgun svo ég gæti sagt frá því að ég hefði farið niður um þetta gat á Helgafellinu sem er auðvitað ógnvekjandi niðurganga fyrir jafn lofthrædda manneskju og hún er. En hún lét sig hafa það og vann þar með einn einn persónulegann sigurinn.
Vorum komnar heim um hálf ellefu og ég skreið beint á koddann til að ná úr mér gönghrollinum og vinna upp hvíldina sem vantaði. Heilsan versnaði ekkert við gönguna, var heldur skárri ef eitthvað er. Það er ekki hægt að segja það sama eftir setuna við tölvuna síðasta klukkutímann.
Kannski ég reyni að vinna persólulegan sigur og yfirvinna fælni mína við rykkúst.
Sjúkraliðinn gerði mér þann greiða að ganga bara fetið og ég staulaðist á eftir henni sem leið lá alla leið á topp Helgafells sem eru heilir 339 m.y.s.
Þar kvittuðum við í gestabókina en náðum ekki að vera fyrstu gestir dagsins. Einum mættum við sem fór enn fyrr á fætur en við en ef skriflegar heimildir verða látnar skera úr um mætinguna vorum við að kvitta klukkan 9.00 en hann hafði kvittað klukkan 9:25. Þannig að .....
Við stefnum á að verða ,,fyrstu" gestir dagsins á fleiri fjöll.
Ég hef ekki áður gengið á Helgafellið en þar sem Sjúkraliðinn var að fara í sína aðra ferð þangað varð hún að sýna mér ,,gatið" hræðilega sem hún fór niður um í fyrri ferðinni. Gatið reyndist vera nokkuð brött niðurganga undir steinboga og ef sú leið er valin kemur maður niður að sunnanverðu.
Sjúkraliðinn hætti lífi sínu og limum fyrir mig í morgun svo ég gæti sagt frá því að ég hefði farið niður um þetta gat á Helgafellinu sem er auðvitað ógnvekjandi niðurganga fyrir jafn lofthrædda manneskju og hún er. En hún lét sig hafa það og vann þar með einn einn persónulegann sigurinn.
Vorum komnar heim um hálf ellefu og ég skreið beint á koddann til að ná úr mér gönghrollinum og vinna upp hvíldina sem vantaði. Heilsan versnaði ekkert við gönguna, var heldur skárri ef eitthvað er. Það er ekki hægt að segja það sama eftir setuna við tölvuna síðasta klukkutímann.
Kannski ég reyni að vinna persólulegan sigur og yfirvinna fælni mína við rykkúst.
Vortónleikarnir
Ég á erfitt með að sitja kyrr, verð mér hálfpartinn til skammar allstaðar á námskeiðum og fyrirlestrum þegar ég skipti um stellingu á fimm mínútna fresti og iða eins og ég sé með njálg. Þarf helst að hafa skammel með mér til að freistast síður til að skella fótunum upp á herðarnar á þeim sem situr fyrir framan mig eða halla mér upp að öxlinni á næsta manni. En ég var búin að sitja í einn og hálfan tímaí gær án þess svo mikið sem að hreyfa aðra rasskinnina þegar ég áttaði mig á því hvað tímanum leið og líka að ég fann ekki fyrir þreytu af setunni. Ég var á vortónleikum Gospelsystra, Vox Feminae og Stúlknakórs Reykjavíkur.
Kennarar söngskólans sungu einsöng og tveir karlkyns gestasöngvarar tók lagið með hópunum líka. Söngur kóranna var frábær og þar fyrir utan stendur upp úr í mínum huga söngur þeirra Xu Wen, Höllu og Seths með kórunum.
Halla söng fyrir okkur Vilja ljóð og ,,Vilja ó Vilja" hljómar enn í kollinum á mér, Shet söng Purple Rain og sá söngur ómar enn í brjóstinu meðan Xu Wen á sinn stað á hljóð- og sjónhimnunni eftir að hún söng fyrir okkur kínverkst ástarljóð. Söngkonan sjálf er lifandi listaverk og þetta er í fyrsta skipti sem ég heft ánægju af að hlusta á þennan sérstaka kínverska söngstíl.
Þegar allur hópurinn söng svo Oh happy day í lokinn stóðum við að sjálfsögðu upp og klöppuðum með, ég sleppti því þó að taka undir með þeim ég hef grun um að Magga hefði þá heyrt ansi margar feilnótur í söngnum en ég klappaði því fastar enda með verk í axlarliðunum eftir allt klappið frá því í gær.
Hef reyndar eftir áræðanlegum heimildum að stemmingin á seinni tónleikunum í gær, þessum sem ég var á, hefði verið frábær og gestirnir hörkuduglegir klapparar. Ég þarf að læra að flauta almennilega fyrir næstu vortónleika.
Kennarar söngskólans sungu einsöng og tveir karlkyns gestasöngvarar tók lagið með hópunum líka. Söngur kóranna var frábær og þar fyrir utan stendur upp úr í mínum huga söngur þeirra Xu Wen, Höllu og Seths með kórunum.
Halla söng fyrir okkur Vilja ljóð og ,,Vilja ó Vilja" hljómar enn í kollinum á mér, Shet söng Purple Rain og sá söngur ómar enn í brjóstinu meðan Xu Wen á sinn stað á hljóð- og sjónhimnunni eftir að hún söng fyrir okkur kínverkst ástarljóð. Söngkonan sjálf er lifandi listaverk og þetta er í fyrsta skipti sem ég heft ánægju af að hlusta á þennan sérstaka kínverska söngstíl.
Þegar allur hópurinn söng svo Oh happy day í lokinn stóðum við að sjálfsögðu upp og klöppuðum með, ég sleppti því þó að taka undir með þeim ég hef grun um að Magga hefði þá heyrt ansi margar feilnótur í söngnum en ég klappaði því fastar enda með verk í axlarliðunum eftir allt klappið frá því í gær.
Hef reyndar eftir áræðanlegum heimildum að stemmingin á seinni tónleikunum í gær, þessum sem ég var á, hefði verið frábær og gestirnir hörkuduglegir klapparar. Ég þarf að læra að flauta almennilega fyrir næstu vortónleika.
Þýðing óskast
Vilja-dal
1. vers:
Ott élt a lidérc az erdők rejtekén,
Meglátta egy jámbor, egy ifjú legény,
Csak nézte, csak nézte és úgy megörül,
És lángokat érez a szíve körül.
Megdidergett, láz veré,
Már lelke a rossz szellemé,
Sóvárgón sóhajtott a lány felé:
Vilja, ó vilja, te szép és csodás,
Légy az enyém, soha el ne bocsáss.
Üdvözít csókod vagy sírba temet,
Néked adom éltemet.
Vilja, ó vilja, te szép és csodás,
Légy az enyém, soha el ne bocsáss.
Üdvözít csókod vagy sírba temet,
Néked adom éltemet.
2. vers:
Így szólt a lidérc: a tiéd leszek én,
S ölelte mohón, lobogón a legényt.
A földi leányoknak csókja fagyos,
Lidércnek e csókja forró, zamatos.
Megdidergett, láz veré,
Már lelke a rossz szellemé,
És végsőt sóhajtott a lány felé:
Vilja, ó vilja, te szép és csodás,
Légy az enyém, soha el ne bocsáss.
Üdvözít csókod vagy sírba temet,
Néked adom éltemet.
Vilja, ó vilja, te szép és csodás,
Légy az enyém, soha el ne bocsáss.
Üdvözít csókod vagy sírba temet,
Néked adom éltemet.
Néked adom éltemet!
31. 10. 2010
Ekki hef ég hugmynd um á hvaða tungumáli ég fann þennan texta fyrst en í kvöld fékk ég þetta laga á heilann aftur og nú fann ég textann bæði á þýsku og ensku. Ætli það endi ekki með því að ég finni hann á íslensku líka.
VILJA-LIED
Es lebt' eine Vilja, ein Waldmägdelein,
Ein Jäger erschaut' sie im Felsenge Stein!
Dem Burschen, dem wurde so eigen zu Sinn,
Er schaute and schaut' auf das Waldmägdlein hin.
Und ein nie gekannter Schauer faßt
den jungen Jägersmann;
Sehnsuchtsvoll fing er still zu seufzen an:
Vilja, o Vilja, du Waldmägdelein,
Faß' mich und laß mich dein Trautliebster sein.
Vilja, o Vilja, was tust du mir an?
Bang fleht ein liebkranker Mann!
Das Waldmägdlein streckte die Hand nach ihm aus
Und zog ihn hinein in ihr felsiges Haus;
Dem Burschen die Sinne vergangen fast sind,
So liebt und so küßt gar kein irdisches Kind.
Als sie sich dann sattgeküßt verschwand
sie zu derselben Frist!
Einmal noch hat der Arme sie gegrüßt:
Vilja, o Vilja, du Waldmägdelein,
Faß' mich und laß mich dein Trautliebster sein.
Vilja, o Vilja, was tust du mir an?
Bang fleht ein liebkranker Mann!
Ég slysaðist til að henda honum inn í Google þýðingar og sumt er of fallegt til að láta Gogg frænda misþyrma því. Ég var fljót að slökkva á honum.
Og enska þýðingin. (án ábyrgðar, hún er eftir nafnlausan þýðanda)
SONG OF THE VILJA
Translation: Anonymous
There once lived a Vilja, a forest maid;
a hunter espied her 'midst the rocky crags!
A strange feeling overcame the youth,
He looked in trepidation at the forest maid.
And a quite unknown agitation seized
the young huntsman;
He began to sigh, softly and with yearning.
Vilja, o Vilja, you forest maid,
Embrace me, and let me be your truest love.
Vilja, o Vilja, what do you do to me?
A lovesick man longingly implores you!
The forest maid stretched out her hand to him
And drew him into her stony home;
The youth all but lost his senses,
No earthly child loved and kissed in that way.
When the kisses had sated her,
she all at once vanished!
The hapless boy bid her greeting once more:
Vilja, o Vilja, you forest maid,
Embrace me, and let me be your truest love.
Vilja, o Vilja, what do you do to me?
A lovesick man longingly implores you!
1. vers:
Ott élt a lidérc az erdők rejtekén,
Meglátta egy jámbor, egy ifjú legény,
Csak nézte, csak nézte és úgy megörül,
És lángokat érez a szíve körül.
Megdidergett, láz veré,
Már lelke a rossz szellemé,
Sóvárgón sóhajtott a lány felé:
Vilja, ó vilja, te szép és csodás,
Légy az enyém, soha el ne bocsáss.
Üdvözít csókod vagy sírba temet,
Néked adom éltemet.
Vilja, ó vilja, te szép és csodás,
Légy az enyém, soha el ne bocsáss.
Üdvözít csókod vagy sírba temet,
Néked adom éltemet.
2. vers:
Így szólt a lidérc: a tiéd leszek én,
S ölelte mohón, lobogón a legényt.
A földi leányoknak csókja fagyos,
Lidércnek e csókja forró, zamatos.
Megdidergett, láz veré,
Már lelke a rossz szellemé,
És végsőt sóhajtott a lány felé:
Vilja, ó vilja, te szép és csodás,
Légy az enyém, soha el ne bocsáss.
Üdvözít csókod vagy sírba temet,
Néked adom éltemet.
Vilja, ó vilja, te szép és csodás,
Légy az enyém, soha el ne bocsáss.
Üdvözít csókod vagy sírba temet,
Néked adom éltemet.
Néked adom éltemet!
31. 10. 2010
Ekki hef ég hugmynd um á hvaða tungumáli ég fann þennan texta fyrst en í kvöld fékk ég þetta laga á heilann aftur og nú fann ég textann bæði á þýsku og ensku. Ætli það endi ekki með því að ég finni hann á íslensku líka.
VILJA-LIED
Es lebt' eine Vilja, ein Waldmägdelein,
Ein Jäger erschaut' sie im Felsenge Stein!
Dem Burschen, dem wurde so eigen zu Sinn,
Er schaute and schaut' auf das Waldmägdlein hin.
Und ein nie gekannter Schauer faßt
den jungen Jägersmann;
Sehnsuchtsvoll fing er still zu seufzen an:
Vilja, o Vilja, du Waldmägdelein,
Faß' mich und laß mich dein Trautliebster sein.
Vilja, o Vilja, was tust du mir an?
Bang fleht ein liebkranker Mann!
Das Waldmägdlein streckte die Hand nach ihm aus
Und zog ihn hinein in ihr felsiges Haus;
Dem Burschen die Sinne vergangen fast sind,
So liebt und so küßt gar kein irdisches Kind.
Als sie sich dann sattgeküßt verschwand
sie zu derselben Frist!
Einmal noch hat der Arme sie gegrüßt:
Vilja, o Vilja, du Waldmägdelein,
Faß' mich und laß mich dein Trautliebster sein.
Vilja, o Vilja, was tust du mir an?
Bang fleht ein liebkranker Mann!
Ég slysaðist til að henda honum inn í Google þýðingar og sumt er of fallegt til að láta Gogg frænda misþyrma því. Ég var fljót að slökkva á honum.
Og enska þýðingin. (án ábyrgðar, hún er eftir nafnlausan þýðanda)
SONG OF THE VILJA
Translation: Anonymous
There once lived a Vilja, a forest maid;
a hunter espied her 'midst the rocky crags!
A strange feeling overcame the youth,
He looked in trepidation at the forest maid.
And a quite unknown agitation seized
the young huntsman;
He began to sigh, softly and with yearning.
Vilja, o Vilja, you forest maid,
Embrace me, and let me be your truest love.
Vilja, o Vilja, what do you do to me?
A lovesick man longingly implores you!
The forest maid stretched out her hand to him
And drew him into her stony home;
The youth all but lost his senses,
No earthly child loved and kissed in that way.
When the kisses had sated her,
she all at once vanished!
The hapless boy bid her greeting once more:
Vilja, o Vilja, you forest maid,
Embrace me, and let me be your truest love.
Vilja, o Vilja, what do you do to me?
A lovesick man longingly implores you!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)