Það er logn og þokan hangir í miðjum fjallshlíðum, stöku ský hefur slitnað frá og sigið niður eftir fjallinu og hangir eins og stakur ullarhnoðri undir klettabeltinu. Undanfarna daga hafa verið skúrir og logn eða suðaustan átt en þá hangir þokan á brún Urðahjallans, alltaf á báðum áttum um hvort hún eigi að velta fram af eða hopa upp á tind. Hún geri hvorugt. Tindurinn hefu bætt á sig snjó undanfarna daga og fannhvítir og svartir hamrarnir ná stöku sinnum að tæta sundur þokubólsturinn svona eins og til að minna á tilvist sína.
Það er friðsælt á lognkyrrum morgni við fjörðinn. Landið hreinþvegið eftir skúri næturinnar, stöku æðarfugl teygir sig í fjörunni, fílinn er vakandi í klettunum fyrr ofan bæinn en endurnar á tjörninni bæla sig flestar með höfuðið undir væng, þær sjá ekki að kosningaúrslit gærdagsins breyti nokkru, ég er sammála þeim.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli