12. maí 2006

Föstudagurinn

Klukkan sjö á þessum drottins degi er ekki ský yfir Esjunni, annað en var í gærmorgun þegar við Sjúkraliðinn ákáðum að standa við loforð frá því um daginn og fara í morgungöngu eftir blaðburð.
Ég heimtaði að keyra alla leið upp í Mos. og ganga upp í Esjuhlíðar. Það runnu á mig tvær grímur þegar ég ská skúraleiðingarnar við Mógilsá en ákvörðun er ákvörðun og Esjan hefur það fram yfir flesta aðara hóla í nágrenninu að það er hægt að fara beint í brekkuna en ekki þurfa að ganga í klukkutíma áður en uppgangan hefst. Hentar vel þegar maður ætlar að þjálfa sig.
Við gengum í klukkutíma upp og hálftíma niður sem þýddi að ég var að mæta í vinnuna hundrennandi klukkan níu í gærmorgun. Tókst endanlega að sannfæra vinnufélagana að geðheilsu minni væri stórlega ábótavant en þá hefur sterklega grunað það fram að þessu þar sem ég er afskaplega ódugleg að njóta rauðvínsdrykkju með þeim á menningarkvöldum fyrirtækisins.
En klukkan er sjö, Grafarvogurinn spegilsléttur og þarf ekki mikið hugmyndaflug til að halda að úti sé komið sumar þó reyndar sé ekki nema 4 stiga hiti.l
Svo þarf ég að bretta upp ermum og vinna eins og skepna (aldrei sagt það áður eða hvað?) fram að 25. maí en þá ætla ég að láta senda mig í sveit.
Yfirmaðurinn saup reyndar hveljur þegar ég sagði henni að ég ætlaði í frí vikuna fyrir VSK en ég held mér hafi tekist að róa hana niður.

Engin ummæli: