Þvílíkur lúxus, ég fékk Morgunblaðið í morgun og las það með kornflexinu en var svo upptekin við lesturinn að ég gleymdi að hella upp á kaffi. Blaðberinn vildi hvort eða ekki kaffi þennan morgun.
Las grein um íslenska húsgagnahönnun og framleiðslu, eitthvað sem maður er búinn að gleyma að hafi verið til hér. Man samt eftir þessum stíl og húsgögnum í honum og hugsa til þess að flest er þetta komið á haugana og fáar áþreyfanlegar minjar til um þennan iðnað og þessa sögu. Held ég, ég hef svo sem engar áræðanlegar heimildir fyrir því.
Sá að í Þjóðmynjasafninu er áhugaverð ljósmyndasýning og í Borgarnesi er verið að opna safn sem mig langar á.
Stresslaus morgun, en var nú samt mætt á vinnustaðinn fyrir níu.
Nú á að bretta upp ermum og vinna upp ýmislegt sem ég rak augun í að hefði gleymst að gera í vetur meðan álagið var sem mest.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli