Svaf yfir mig og vaknaði ekki fyrr en klukkan 7 í morgun. Það rústaði þessu nýuppgötvaða trixi mínu að hringja í Blaðberann og bjóða honum í morgunkaffi. Með því móti hef ég náð að eignast morgunblaðið glóðvolgt bæði í gær og fyrradag. Ekki í dag! Ég get sjálfri mér um kennt, vaknaði klukkan 5 í stað 5:30 eins og vanalega, tók koddann minn og vafði honum utan um höfuðið í tilraun til að sofna aftur. Það tókst.
Ég á nú ekki von á að þessi svefnsýki verði viðvarandi og ætti að geti boðið Blaðberanum í morgunkaffi og danskan morgunmat einhverja morgna í vor.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli