1. maí 2006

Morgun(ó)gleði

Vaknaði hálf sex í morgun, þreytt, með verki í herðum og axlarliðum til viðbótar við eymslin og óáranina sem hefur angrað mig í ganglimum undnfarnar vikur. Hugsaði til þess með hryllingi að Sjúkraliðinn kæmi og drægi mig út á hárinu klukkan sjö og reyndi að bæla mig niður í koddann aftur til að ná meiri hvíld. Það tókst í tíu mínútur en þá gafst ég upp og lúskraðist fram úr rúminu.
Sá mér til örlítilar huggunar að sólin lýsti upp land og lýð og hitmælirinn sýndi fjórar gráður á celsíus. Eftir að hafa gramsað í óhreinatauinu til að finna göngubuxurnar og potað mér í þær ásamt fleiri flíkum greip ég í tóman kaffistauk. Það blés ekki byrlega á sjálfum hátíðisdegi verkalýðsins!
Þökk sé gsm símum að ég fékk kaffið mitt í morgun, ég náði að hringja í sjúkraliðann sem var í sinni venjulegu morgungöngu með Morgunblaðið og bað hana að færa mér kaffi um leið og hún kæmi.
Eftir kaffi- og verkjalyfjauppáhellingu tókum við stefnuna að Kaldárseli og örkuðum af stað upp á Helgafellið.

Engin ummæli: