Jæja, útskriftarveislan búin og Hönnunarneminn orðinn Stúdent. Hún var að útskrifast af hönnunarbraut daman en ekki fatahönnunarbraut eins og ég hélt það héti, hún hélt á tveimur útskráningarskýrteinum heim. Öðru fyrir hönnunarbrautina og hinu fyrir stútentsprófið. Fór svo heim með ævintýrir H.C. Andersen á dönsku en það voru verðlaun frá Danska sendiráðinu fyrir góðan árangur í dönsku. Skyldi hún lesa bókina einhverntíma? Ég byrjaði að lesa og las og las þangað til einhverjum datt í hug að fara að flagga verðlaununum hennar og þá áttaði ég mig á að kannski situr maður ekki og les og les og les í úrskriftarveislum. Samt held ég að ævintýrin eftir karlkvölina hann Hans C. Andersen séu mun skárri á dönsku en í íslenskri þýðingu. Mér hefur alltaf fundist þau full væmin fyrir minn smekk.
Annars er ég búin að sitja í vinnunni í mest allan dag og er að velta því fyrir mér hvort ég nenni nokkuð að fara heim í mat og mæta svo aftur.
Ég held ekki.
Stefnan er tekin á að komast á Austurlandið á miðvikudag og þá þýðir ekkert að vera að barma sér. Mér skal takast að klára öll vaskuppgjör fyrir þann tíma en sé til með þetta ársuppgjör sem er að þvælast fyrir mér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli