28. nóvember 2012

Eirðarleysi á eirðarleysi ofan

Í augnablikinu (löngu augnabliki) þjáist ég af eyrðarleysi í bland við ýmsa aðra andlega kvilla. Ég er svo sem með greiningu á þeim öllum, ég er nefnilega orðin nokkuð lunkin í að greina mig sjálf. Það sparar mér mikinn lestur sjálfshjálparbóka og viðtala við bæði sjálfskipaða- og ríkissjálfskipaða sérfræðinga.
Þó ég sé búin að fara í nokkrar misstórar aðgerðir, með tilheyrandi svæfingardópi og þyki það ekkert tiltökumál, gegnir öðru þegar mínir nánustu þurfa á því að halda.  Dóttirin er væntanleg heim í kvöld úr gallblöðru aðgerð, bara smámál ég kláraði það 2006, en það raskar ró minni verulega að bíða eftir fréttum af henni.
Ein af mínum uppáhalds tebolla 
óveðursmyndum. 
En eins og eihver sagði, óveður í tebolla
 getur drepið þann sem býr í bollanum. 
(þetta er ekki orðrétt tilvitnun og því ekki í „ “ 
Þegar opinberum skriftamálum með tilheyrandi sjálfssálfræðiaðstoð er lokið ætti ég að geta einbeitt mér að gjaldkerastörfum og svo ritgerðarsmíði. Ekki satt?

1 ummæli:

Harpa Hreinsdóttir sagði...

Opinber skriftamál hjálpa glettilega mikið :) Það veit ég af eigin reynslu ...