Ég rakst á skemmtilegan lista og afar þægilega þýðingu á honum hjá einum þeirra fáu bloggara sem ég hef fylgst með í gegnum árin og bloggar enn. Ég tók listann traustataki og er að hugsa um að finna mér bækur til að lesa á árinu 2015. Bækur sem eru ekki á kennsluáætlun neins námskeiðs.
Listinn er í vinnslu og ég áskil mér rétt til að breyta honum eftir hentisemi minni hvenær sem er en allar ábendingar um heppilegt lesefni eru vel þegnar.
Listinn
Bók sem er lengri en 500 bls. -
Eddukvæði I (með formála ?
Sígild ástarsaga -
Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen - Það er kominn tími ti að rifja þessa upp.
Bók sem varð að kvikmynd -
Hobbitinn eftir Tolkien, síðasta myndin búin og komin tími á söguupprifjun.
Bók sem kom út á þessu ári - 2015? Valið á henni verður að bíða aðeins.
Bók með tölu í titlinum
Bók eftir höfund yngri en 30 ára -
Eldhafið yfir okkur eftir Dag Hjartarson
Bók með persónum sem eru ekki menn
Fyndin bók - er þetta ekki afstætt hugtak?
Bók eftir konu -
Spennusaga
Bók með eins orðs titli
Smásagnabók -
Koparakur eftir Gyrði Elísson
Bók sem gerist í öðru landi
Bók almenns eðlis
Fyrsta bók vinsæls höfundar
Bók eftir höfund sem ég dái en á ólesna
Bók sem vinur mælir með
Bók sem fékk Pulitzer-verðlaunin -
Vegurinn eftir Cormac McCarthy
Bók byggð á sannri sögu
Bók sem er neðst á leslistanum
Bók sem mamma heldur upp á
Bók sem hræðir mig -
Kata eftir Steinar Braga
- Ég frétti að lesturinn reitti menn til reiði og ég hræðist þá tilfinningu.
Bók sem er eldri en 100 ára
Bók sem er valin út á kápuna
Bók sem ég átti að lesa í skóla en las aldrei -
Hjartað býr enn í helli sínum/Ósjálfrátt - Þetta eru einu bækurnar sem ég hef svikist um að lesa alveg í heilu lagi.
Æviminningar
Bók sem ég get lokið við á einum degi – (ég get lokið við flestar bækur á einum degi)
Bók með andheitum í titlinum
Bók sem gerist á stað sem mig hefur alltaf langað að heimsækja
Bók sem kom út árið sem ég fæddist -
Vogrek eftir Guðfinnnu Þorsteinsdóttur (Erlu)
Bók sem fékk slæma dóma
Þríleikur/bókaþrenna -
Divergent þríleikurinn (Afbrigði, Andóf og Arfleifð) eftir Veronicu Roth
Bók frá bernskuárum mínum
Bók með ástarþríhyrningi
Bók sem gerist í framtíðinni
Bók sem gerist í gagnfræðaskóla/framhaldsskóla.
Bók með lit í titlinum -
Ást á rauðu ljósi eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur?
Bók sem fær mann til að gráta
Myndskreytt bók -
The Arrival eftir Shaun Tan - kominn tími á að rifja þessa upp.
Bók eftir höfund sem ég hef aldrei áður lesið - Guðbergur Bergsson?
Bók sem ég á en hef aldrei lesið
Bók sem gerist í heimabæ mínum -
Barist við Berufjörð eftir Einar Börgvinsson - þ.e. ef þetta þarf að vera skáldsaga.
Þýdd bók -
Bók sem gerist á jólunum - (ætli Aðventa dugi?)
Bók eftir höfund með sömu upphafsstafi og ég. - ÁHB þar vandast málið ætli það þurfi að vera allir stafirnir og í réttri röð?
Leikrit
Bönnuð bók - bönnuð hvar?
Bók sem sjónvarpsþáttur/þættir er byggð á
Bók sem ég byrjaði á en lauk aldrei -
Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón
http://9gag.com/gag/a8bQeNe?ref=fb.shttp://9gag.com/gag/a8bQeNe?ref=fb.s