læri það sem flestir ...
Ég les og les eftir forskrift sem ég gaf sjálfri mér í vetur. 52 bækur á 52 vikum og til að flækja málið enn frekar ákvað ég að blogga um hverja bók. Ég er hrædd um að í árslok verði einhverjar bækur á listanum ólesnar og óbloggaðar en hvað um það, mér finnst þetta skemmtilegt fyrirbæri. Ég efast ekkert um getu mína til að lesa 52 bækur á ári en þær sem ekki passa inn í forskriftina teljast ekki með og þær eru orðnar fáeinar strax.
Ég yfirgaf blogger og færð mig á Wordpress og stundum velti ég því fyrir mér til hvers. Þar get ég ekki sett um lista yfir þau blogg sem ég les, þar get ég ekki birt pistlana á völdum dagsetningum og það getur komið sér afspyrnu illa. Til dæmis þegar pistlahöfundur situr í netsambandsleysi og færir hugrenningar sínar inn í pappírsdagbók og ætlar að færa yfir í stafræna formið síðar, þá væri gaman að geta birt efnið á þeim dagsetningum sem þær voru skrifaðar á. En svona er lífið, maður fórnar einu fyrir annað og á ekki að vera að væla undan því og svo er rétt að reka nefið hér inn annað slagið og rifja upp umhverfið.
Ég skrifa samviskusamlega bókapistla bara fyrir sjálfa mig en samt fæ ég samviskubit ef ég stend mig ekki í því, Rökkurbýsnir voru kláraðar um daginn.
.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli