Þó ég sé búin að fara í nokkrar misstórar aðgerðir, með tilheyrandi svæfingardópi og þyki það ekkert tiltökumál, gegnir öðru þegar mínir nánustu þurfa á því að halda. Dóttirin er væntanleg heim í kvöld úr gallblöðru aðgerð, bara smámál ég kláraði það 2006, en það raskar ró minni verulega að bíða eftir fréttum af henni.
Ein af mínum uppáhalds tebolla
óveðursmyndum.
En eins og eihver sagði, óveður í tebolla
getur drepið þann sem býr í bollanum.
(þetta er ekki orðrétt tilvitnun og því ekki í „ “
|
1 ummæli:
Opinber skriftamál hjálpa glettilega mikið :) Það veit ég af eigin reynslu ...
Skrifa ummæli