20. október 2014

Mánudagslaugardagur

Það er löngu kominn laugardagur en af því ég skrifaði yfir mig í heimaprófi á laugardag og sunnudag hafði ég enga orku í að bæta við einvherjum pælingum á bloggsíðu líka.

Þetta er nú bara svona fyrir sjálfa mig gert og ég gef sjálfri mér frest hægri vinstri með skil á þessu.
Annars skráði ég mig í "Allir lesa" og það virkar mjög hvetjandi við lestur námsbóka. Ég hef meira samviskubit að lesa ekki og skrá þar inn heldur en ég hef vegna sviksemi við að lesa fyrir tíma.


Engin ummæli: