11. október 2014

Svona rétt um það bil sem sunnudagur gengu í garð velti ég því fyrir mér hvað mér liggi á hjarta þessa stundina. Eitthvað verður maður að hafa til að skrifa um, annars verður lítið úr vikulegum bloggpistlum hér.
Jú, það er svo sem ýmislegt sem ég hef verið að æsa mig býsnin öll yfir undanfarið en í kvöld er ég ósköp lúin og lög og nenni hreinlega ekki að tjá mig um neitt af því.
Ég fékk þá athugasemd frá kennara að væri vandmeðfarið orð í pistlaskrifum og betra að sleppa því. Ég fékk fleiri ábendingar en þetta er sú eina sem ég gleymdi ekki um leið og ég lagði verkefnið frá mér aftur. Það segi rmér bara eitt; að ég komi aldrei til með að nota orðið jú í pistli án þess að hugsa mig tvisvar um og setja það svo inn af hreinni illkvittni. Ekki í garð kennarans sem er alveg ágætir, meira svon í garð orðflokksins sem það tilheyrir.
Ég þarf að lesa í gegnum Baktin og Kristevu og grein Andrews um aðlaganir, sú síðastnefnda er allrar athygli verð en í dag las ég sömu blaðsíðuna þrisvar og mundi þó aldrei hvað stóð á henni. Þá gafst ég upp og ákvað að leita að tvífara mínum til að taka fyrir mig próf í desember.



Engin ummæli: