28. september 2014

Við sama heygarðshornið

Mér hefur stundum dottið í hug að þeir sem hanga sífellt við sama heygarðshornið eigi svo miklar fyrningar að þeir komist ekki nema í þetta eina horn. Ég býst ekki við að það sé mikil skynsemi í þessari skýringu minni en mér finnst hún samt góð.
Annars á ég að skrifa háalvarlegan og málefnalegan pistil fyrir næsta miðvikudag og skila honum á Uglunni, Nei annars, nú fer ég ekki rétt með. Pistillinn má ekki vera háalvarlegur, hann á að vera léttur með alvöruþrungnum undirtón. Eða eitthvað þannig, ég hlusta ekki of vel í tímum.
Síðan ég frétti af þessu blessaða pistlaverkefni hef ég leitað durum og dyngjum að verðugu málefni en hef ekki fundið neitt. Að minnsta kosti ekki neitt sem ég nenni að skrifa um, alveg þangað til í gær. Í gærkvöld vór ég af einvherjum óskiljanlegum ástæðum að hugsa um alla ferðamenninasem ég hef ekið fram hjá í sumar  þar sem þeir hafa staðið við þjóðveginn á bestu útsýnisstöðum og  bunurnar hafa staðið frá þeim í fagurgulum bogum út yfir vegakanntinn. Það ásamt ýmsu öðru sem ferðamenn skilja eftir sig á ferðalögum um landið, og þá á ég við bæði innlenda og erlenda ferðamenn, vöktu mig til umhugsunar um þolmörk þjóðar, ekki bara þolmörk náttúrunnar.
Svei mér þá ef ég fann ekki verðugt verkefni.

Já, og klukkan var ekki langt yfir laugardag þegar þessar línur voru skrifaðar (ég nenni ekki að prófarkalesa) og teljast því í útvíkkaðri merkingu til laugardagsskrifa.
 

Engin ummæli: