Nei, nú dámar mér alveg!
Dámar er skemmtilegt orð sem ég sé eða
heyri sjaldan og hef aldrei hugsað út í hvað merkir. Ég fletti því upp, svona
að gamni mínu, á tímarit.is og sé að í þeim tímaritum sem búið er að skanna inn
kemur orðið oftast fyrir á tímabilinu 1970-1979, eða 139 sinnum. Það skekkir þó
myndina af notkun orðsins að vinir okkar Færeyingar nota þetta orð talsvert og
færeysk tímarit eru með í úrtakinu. Ég ætla svo sem ekki að gera neitt með
þessar upplýsingar og ætlaði heldur ekki að byrja bloggfærsluna á þessum orðum,
þau skrifuðu sig sjálf á skjáinn.
Þessu til viðbótar
má samt geta þess að orðið dámur merkir lykt, orða sambandið að draga dám af einhverju eða einvhverjum er notað um að verða fyrir áhrifum, oft
neikvæðum, af einhverjum[1] en orðasambandið nú dámar mér alveg er
upphrópun og notað um eitthvað sem kemur manni, oft skemmtilega, á óvart. Það
kom mér kannski skemmtilega á óvart að muna að laugardagurinn leið án þess að
ég stæði við það markmið að blogga á hverjum laugardegi.
Fyrirsögnin
dæmigerð fyrir nýju þolmyndina sem ryður sér til rúms í íslenskunni núna og
þykir ekki vitund „smart“ hvorki í fomlegu eða óformlegu málsniði. Vér höfum
meira umburðarlyndi gagnvart þágufallsheigðinni þó flói út af þolimæðiskrúsinni
þegar skjámynd eftir skjámynd fyllist af „Vantar ekki einhverjum...?“
Ég sat í tíma á
föstudaginn og fékk í hendurnar hatt sem ég átti að draga úr miða, á miðanum
var fyrirsögn á auglýsingu úr einhverju dagblaðinu, hún hljóðaði svo „Viltu
halda veislu?“ Ég átti að skrifa út frá þessum orðum í 10 mínútur. Eitthvað,
bara eitthvað sem kæmi upp í hugann. Þegar þessar mínútur voru liðnar stóð m.a.
á blaðinu eftirfarandi hrollvekja:
Haustverkin
„Viltu halda veislu?“ spurði hann um leið og hann slengdi
tófuhræinu á eldhúsbekkinn. Hún leit upp frá því að hræra saman blóði, mjöl og
mör og hristi hausin, samanbitin.
„Þér væri nær að fara út og klára að svíða hausana.“
hnussaði hún, „Annars getur þú svo sem athugað hvort lifrin úr kvikindinu er nothæf, ég
á eftir að hakka í lifrapylsuna.
Hrafn greip búrhnífinn úr vaskinu, dýrið af eldhúsborðinu og gekk aftur út í frostkaldan októbermorguninn.
Hrafn greip búrhnífinn úr vaskinu, dýrið af eldhúsborðinu og gekk aftur út í frostkaldan októbermorguninn.
Þegar þetta var
komið á blað hugsaði ég með mér að áhrifin frá lestri Skugga-Baldurs sæti föst einhverstaðar á mörkum ímyndunarafls og skriftauga minna.
[1] Guðrún Kvaran. „Hvað er dám og að dáma og hvenær dámar manni og hvenær
ekki?“. Vísindavefurinn28.2.2012.
http://visindavefur.is/?id=61735. (Skoðað 21.9.2014).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli