14. desember 2013

Tími fyrir tíma

Jæja þá, nú er loksins runninn upp sá langþráði tími sem ég hef nægann tíma til að gera allt sem mér dettur í hug í tíma og ótíma. Indælt, ekki satt?

Jú, verulega, verst hvað mér dettur fátt í hug til að gera og þegar ég lít í kringum mig og sé alla tiltekt og þvottastúss og kortagerð og guð má vita hvað sem liggur fyrir og ég var farin að hlakka til að drífa af, nú þá bara nenni ég því ekki. Það er hrikalegt hvað það er erfitt að gera sumu fólki til hæfis.

Ég held að það sé ekki annað í stöðunni en að skrifa langan aðgerðarlista, skella gamalli ryksuguplötu á ipodinn (átti hana reyndar aldrei nema á geisladisk sem er löngu ónýtur og þó blessunin hann Bubbi sé sínkt og heilagt að saka fólk um þjófnað lítur hann aldrei á þjófnaðinn sem við verðum fyrir þegar við höfum keypt okkur lifstíðar rétt á tónlist en þurfum að kaupa hann aftur og aftur ef diskarnir eyðileggjast. Okkur stendur ekki til boða að koma með óskrifaðann disk og fá gamla efnið inn á hann aftur fyrir sanngjarnt gjald)  og vinna sig niður eftir listanum. Efst á honum verður auðvitað að gera lista og ekki get ég byrjað að vinna mig niður listann fyrr en hann er tilbúinn.... já, ég held að ég sé hér komin í sjálfheldu.

En prófin eru búin og ég ætla aldrei að læra neitt aftur um sögulega málfræði! (ef ég næ prófinu)

http://youtu.be/oBGuOXzk4VU


Engin ummæli: