Þegar mér er runnin mesta reiðin yfir blessuðum fjárlögunum íhuga ég alvarlega að skipta úr íslenskunámi yfir í guðfræði. Að loknu guðfræðiprófi er möguleiki á að fá vinnu við að jarðsyngja þá sem hrökkva upp af vegna sparnaðar í heilbrigðiskerfinu enda hækkuðu framlög til þjóðkirkjunnar hátt upp í þó nokkuð.
Síðan veitir mér ekki af að rækja kristilegt umburðarlyndi og bróðurkærleik svo ég geti sagt –og meint það– guð fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra (kjósendur sko).
Ég held svo að það sé best að einbeita sér að því að lesa um tröllskap og ergi í norrænum fornbókmenntum.
|
(netlán)
|
Engin ummæli:
Skrifa ummæli