15. september 2013

Myndir

Ég hef gaman af að taka myndir, myndir af öllu mögulegu, fallegum fyrirbærum, landslagi, blómum, dýrum og byggingum, og myndir til að varðveita minningar. Síðan hef ég afskaplega gaman að taka portrett myndir af fólki, helst bláókunnugum manneskjum. Þegar ég fór að fletta í gegnum myndirnar  frá ferðalaginu okkar mæðga 2011, sem ég á eftir að skammast til að klára að fara yfir og henda á jpg form, rakst ég á nokkrar sem mér fannst bara þokkalega skemmtilegar. 
Ef eða öllu heldur þegar ég klára að koma þessum mydnum inn í eitthvert netalbúm svo hún móðir mín geti sýnt sínum nánustu hvað hún var að gera þarna langtíburistan er hæpið að nokkur hafi áhuga á að sjá myndirnar af aðstoðarrútubílstjóranum eða barnaskaranum sem ég rakst víða á. Hér eru myndir af einum ferðafélaga, og þremur Úsbekum.   







Engin ummæli: