Nei það er enginn tími til að skrifa misgáfulega netdagbókarpistla en það er nú samt lágmark að henda inn einum í mánuði!
Ég er enn á Austurlandi, búin að fara á fjöll en lítið út í sjó, mikið að gera og veðrið truflar vinnulíf mitt, það styttist óðfluga í skólabyrjun og þó ég hlakki til haustannar væri ég alveg til í að vera hér í mánuð í viðbót.
|
Hér var ég í sumar og ætla aftur næsta sumar. |
|
Fósturbarnið mitt vildi stundum fá að hjálpa til í vinnunni í sumar |
|
En nú er það of stórt til að sitja á lyklaborði og fær auðvitað aldrei
að koma inn en einu sinni gerðum við undantekningu og þá fékk það
bláa hringi á báða fætur. Það má ekki fara á milli mála hver verður á ferðinni
næsta sumar þegar fósturbörnin verða flutt að heiman í sjálfstæða búsetu
niðri í fjöru. Ætli þau haldi þó ekki þeirri venju að koma heima að húsi og fá
sér fóðurbæti og andabrauð.
|
|
Enn þá kann ungi litli að sitja í lófa en það er liðin tíð að hann komist fyrir í annari hendi manns. |
1 ummæli:
Getur þú ekki tekið hann með heim?
Skrifa ummæli