Það er logn og sólskin, vinnudagurinn byrjaði fyrir klukkan fimm og ég ætlaði að fara að stinga upp kartöflugarðinn milli fjárhúsvinnu og bókhaldsvinnu en ákvað að stinga ráternum (beininum) snöggvast í samband og athuga hvort Síminn væri búinn að opna netsambandið. Það var frágegngið og enn einu sinni rak ég mig á hvað tíminn líður hratt við tölvuhangs.
Nú er best að fara út og mynda dverg og skoða eina á í burðarvandræðum. Þegar það er búið ákveð ég hvort veðrið sé of gott til að fara á skrifstofuna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli