12. maí 2013

Móðir mín í kví kví

Síðustu tvær nætur hef ég af einhverjum ástæðum vaknað upp annað slagið og heyrt framlag Íslendinga í Evrópsku söngvakeppninni hljóma inni í höfðukúpunni á mér. Ég á verulega erfitt með að þola það lag og mér er allt að því óskyljanlegt hvers vegna það ásækir mig á nóttunni, kannski tengist það eitthvað martröðum.
Í kvöld gekk ég út úr Laugarneskirkju eftir yndislega tónleika kvennakórsins Vox femine og í eyrunum á mér endurómuðu tónar úr Sofðu unga ástin mín og Móðir mín í kví kví.  Ég vona svo sannarlega að þau lög eða eitthvað af öðrum þeim lögum sem ég heyrði í kvöld leysi Lífbullið af hólmi á heilanum á mér. 
Lög þar sem er spilað á raddböndin ein og engin önnur hljóðfæri eru mín uppáhalds. 

Vorönnin er búin, vortónleikarnir eru búnir og ég er farin að pakka niður farangri til þriggja mánaða. 


Engin ummæli: