XLVII Hljómar
kvöldsins
Þýð. Helgi Hálfdánarson
Nú angar húmið, vindur vakinn lætur
veifast sem ilmker sérhvert garðsins blóm; kvöldið er full af sumri og söngvahljóm. Seiðandi dans, og þungi um hjartarætur!
Veifast sem ilmker sérhvert sumarblóm;
nú svellur fiðla í hljóm við kvöl sem grætur.
Seiðandi dans, og höfgi um hjartarætur! Himins dýrð er svöl sem kirkja tóm.
Nú svellur fiðla í hljóm við hjarta er grætur,
hjarta sem skelfist dauðans þunga róm. Himins dýrð er köld sem kirkja tóm; kulnuð sól í myrku hafi um nætur...
Hjarta sem skelfist dauðans dimma róm
dvelur við liðna sæld sem meinabætur. Kulnuð sól í svörtu hafi nætur... Svipur þinn ljómar um minn helgi dóm. |
Harmonie du soir
Baudelaire
Voici venir les temps où vibrant sur sa tige
Chaque fleur s'évapore ainsi qu'un encensoir; Les sons et les parfums tournent dans l'air du soir;
Valse mélancolique et langoureux vertige!
Chaque fleur s'évapore ainsi qu'un encensoir;
Le violon frémit comme un coeur qu'on afflige; Valse mélancolique et langoureux vertige! Le ciel est triste et beau comme un grand reposoir.
Le violon frémit comme un coeur qu'on afflige,
Un coeur tendre, qui hait le néant vaste et noir! Le ciel est triste et beau comme un grand reposoir;
Le soleil s'est noyé dans son sang qui se fige.
Un coeur tendre, qui hait le néant vaste et noir,
Du passé lumineux recueille tout vestige! Le soleil s'est noyé dans son sang qui se fige... Ton souvenir en moi luit comme un ostensoir! |
Nú væri gott að kunna frönsku og geta stúderað ljóð Baudelaires á frummálinu því hversu góð sem þýðingarnar á þeim eru vantar alltaf herslumuninn á „réttri“ tilfinningu. Svo vantar líka heildarmyndina, því þær þýðingar sem eru til eru gerðar af minnsta kosti sex þýðendum. Ég taldi mig samt heppna þegar ég rakst á bók með norskum þýðingum á 76 ljóðanna úr Fleurs du mal, mér gengur betur að ná hughrifum norsku þýðinganna en þeirra ensku.
Enn vantar mig samt einhvern fastann punkt til að skrifa um, ég held bara að bókmenntafræðileg nálgun sé ekki mín sterkasta hlið. Kannski ég kynni mér betur hugrænabókmenntafræði í framtíðinni, hún gæti leynt á sér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli