24. mars 2013

Undarlegur máttur and...

Facebook er fyrirbæri sem ég á í ástar-haturssambandi við en óumdeilanlega hefur hún undarlegan mátt og aðdráttarafl. Ég rak mig á það einu sinni enn í kvöld og í framhaldinu velti ég því fyrir mér hvort „andlegu atgerfi“ mínu sé ekki bests borgið með því að loka fyrirbærinu eins og ég gerði á síðasta ári.
Um þetta leyti í fyrra lokaði ég aðgangi mínum að facebook, ekki þó alveg því ég var í einum hópi sem kom sér saman um fundartíma á auglýsingatöflu fésbókarinnar og ég vildi ekki fyrir nokkurn mun missa af þeim auglýsingum. Þess vegna stofnaði ég annan aðgang fyrir hliðarsjálf mitt.
Þetta hliðarsjálf fylgdist bara með auglýstum fundartíma hópsins en lét allt annað sem vind um neteyru þjóta. Ég held að það hafi verið nokkuð heilbrigður lífsmáti.
Hvað um það, ástæðan fyrir þessu rausi er sú að þegar ég kom heim eftir að hafa eytt góðri stund á Artentínu steikhúsi með börnunum mínum og tengdadóttir fékk ég ómótstæðilega þörf yfir að hrópa út yfir víðáttur veraldarvefsins hvað ég hlakkaði til að vakna, nú eða sofna í sveit á Austfjörðum á mánudagsmorgun. Í stað þess að setjast niður við bloggið og tjá mig um þá indælu kennd opnaði ég facebook og svona, sisvona tæmdist hver hugsun úr kollinum á mér meðan ég rúllaði upp og niður skjáinn til að sjá hvort það væri nú virkilega ekki einhver að segja eitthvað virkilega merkilegt. Það sagði enginn neitt merkilegt á þessu helsta blaðurtorgi veraldarvefsins svo ég hendist örskotsstund inn á síðu sem geymir örlítið innilhaldsríkara efni en facebook.
Ekki veit ég hvort þessi slóð virkar, ég veit þó að hún virkar ekki nema í internet explorer.

http://ismus.musik.is/Apps/WebObjects/ISMUS.woa/1/wo/OKJoB1wDRJ0sAHNZJSyDDw/11.Look.6.0.0.SearchPage.4.25.4.1 



Engin ummæli: