Svo það sé alveg kýrskýrt, öllum ljóst og áréttað bæði réttsælis og rangsælis þá er ég í afskaplega erfiðri sambúð.
Já, það hafa fáir reynst mér erfiðari viðureignar en ég sjálf og suma daga hef ég bara enga þolinmæði gagnvart því og núna er ég ekki bara að missa þolinmæðina gagnvart sjálfri mér sem sambúðaraðila heldur einnig gagnvart hljóð og hljóðkerfisfræði. Ég vona samt að ég komist yfir hryllingstilfinninguna sem hellist yfir mig þegar ég lít á verkefnið sem á að skila næst.
Það er örlítill möguleiki á að ég sé haldin votti af áfallaröskun eftir stóra verkefnið sem var skilað eftir verkefnaviku og þurfi á örlítilli áfallahjálp að halda áður en frekari hljóðkerfisfræði brýtur mig endanlega niður.
|
Já, ég held það bara. |
Ný kennsluskrá fyrir misserið 2013-2014 er komin á Ugluna og ég var eins og jójó af ánægju þegar ég sá að Setningafræðin, Straumar og stefnur og Íslenskt mál að fornu eru ekki lengur skylduáfangar hjá mér. Ég hélt að nú gæti ég bara tekið einn þessara áfanga í bundnu vali en málin eru aldrei eins einföld og þau líta út fyrir að vera áður en maður les smáa letrið. Ég þarf að vera með 6 áfanga í bundunu vali (af 8 sem eru á kennsluskrá) og svo er spurning hvað verður um þennan áfanga sem ég tók í Íslenskri bókmenntasögu og var þá 10 einingar, en er bókmenntasagan komin í tvö 10 eininga námskeið í þessu efni. Sem er auðvitað eina vitið en ætli ég þurfi að taka hana aftur?
Spyr sá sem ekki veit og ætti að vera löngu sofnaður.
1 ummæli:
en það er skemmtilegasta kennsluefnið í þessum skóla sem þú ert í.....
Skrifa ummæli