9. febrúar 2013

Tveggja ára afmælið

Ef mig brestur ekki minni til er ég að halda upp á tveggja ára afmæli brjóstnáms. Ég tók daginn snemma í blóðþrýstingsmælingu á Landspítalanum þar sem ég lá inni í nótt í boði heilbrigðiskerfisins.  
Þaðan fór ég svo á hádegi einum kalkkirtli fáækari og skildi líka eftir lyfjabrunninn sem ég er búin að halda við í bráðum tvö ár.  Úti á bílastæðinu neðan við gömlu Hringbraut (frístæðinu) stóð bíllinn minn og beið eftir mér.  Þegar ég kom út var hann orðinn tveimur rúðum, og einum geymi fátækari en í gær. 

Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt
Kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli. 

Ætli ég hangi ekki í fyrri hlutanum á þessari bæn núna og reyni að koma einhverri vinnu frá í stað þess að velta mér upp úr þessum 30 þús. sem nýr geymir kostaði. (ég fékk alveg 10 þús afslátt svo ég taki nú Pollýönnu á þetta) 

Engin ummæli: