Þó ég sé í eins manns björgunarsveit er ég ekki að reyna að bjarga heiminum eins og ein vinkona mín heldur fram. Ég reyni bara að bjarga örlitlum hluta hans og einmitt þeim hluta sem þessi vinkona mín tilheyrir, hún hefur fengið að reyna það á eigin skinni, eins og fleiri.
Auðvitað er mér ekki sjálfrátt því nú finn ég hjá mér þörf fyrir að stökkva af stað í hetjuför eins og Don Kíkóti.
Ráðast á eins og einn dreka, brjótast inn í myrka dýflissu kvíðaröskunarinnar og draga einn fangann út í dagsljósið.
Ætli ég verði ekki að reyna að fá einhverjar pillur við þessu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli