25. janúar 2013

Múrar

Það er merkilegt hvað vikuleg verkefnaskil; ritgerðarógnir; hundruðir síðana af heimsbókmenntum (sérstakleg hebresk trúarrit); árleg óþolandi rsk vinnutörn; illalyktandi dúnúlpa og síðast en ekki síst of þröng föt geta hlaðist upp í ókleifan vegg. Jafnvel svo brattann að árlegt þorrablót ásatrúarmanna virkar ekki sem mótvægi.
Þessi veggur skyggir svo á útsýnið að ég held að ég þurfi að hlaupa fyrir hornið á honum og leita að hjáleið.

En mikill  dj. hvað ég sökka í hljóðritun!



Engin ummæli: