Er ekki fyllsta ástæða til að gleðjast yfir því að vera sjálfum sér líkur?
Alltaf kvarta ég og kveina þá daga sem ég er ólík sjálfri mér svo nú er tími til að kætast eftir að hafa rásaði fram og aftur blindgötu lærdómsins í dag eins og ég á vanda til.
Já, ég var bara nokkuð lík sjálfri mér og þegar ég átti að vera að hreinskrifa glósur um egypsk ljóð og æfa mig svo í hljóðritunartáknum skoðaði ég heimildir fyrir ritgerðarefni ársins 2015.
Það er á vissan hátt stefnufesta í því að vera alltaf jafn stefnulaus (held ég).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli