8. janúar 2013

Haustönninni lokið

Ég kláraði síðasta prófið á haustönninni í dag, mánuði of seint. Það er alveg áreiðanlegt að sjúkrapróf í janúar verða ekki á óskalistanum mínum framvegis.
Nú verður smá tími til að hreinsa glósurnar af skrifborðinu, eyða munnlegu glósunum af ipodnum og skreppa austur á landi í tvo daga. Auðvitað með lesefnið fyrir vorönnina meðferðis. Ekki dugir að slá slöku við, skólinn byrjar á mánudag.
En næstu 4 klukkutímana ætla ég að einbeita mér að spennufalli.






Engin ummæli: