23. ágúst 2012

Leti og ómennska

Vinnuveitandi minn fær hefur undanfarna daga fengið reglulega tölvupóst um að nú þurfi að ýta við mér að klára frá ákveðna hluti. Ég held að sumir átti sig ekki á hvað ég er stjórnsöm og stjórna þessu fyrirtæki að meira og minna leyti.  Framkvæmdastjórinn les ekki einu sinni tölvupóst fyrirtækisins nema í gegnum mig og verkstjórann sinn. Sumir vinna í tölvum og pappírum en aðrir sjá um framkvæmdir og drífa verklegu þættina frá. Annars væri auðvitað ekkert að gera í tölvunni eða á skristofunni. 
En þar sem hér liggur fyrir 4 vikna vinna og skólinn byrjar 4. sept er best að ég fari að ýta við sjálfri mér og sinni einkatölvumálum ekki meir. Frásögnum af skálavörslu verður þess vegna sleppt á þessari síðu svo og öllum hugleiðingum um daginn, veginn og heimsmálin. Myndir úr síðust skálavörslu eru hér í opnu albúmi á Facebook og svo er hér ein mynd af fósturbarninu mínu. Ég rændi því meðan það var enn í eggi og hann eyddi fyrstu vikum ævinnar ýmist í þvottahúsi eða eldhúsi þar sem hann vappaði um og leitaði að marflóm undir og ofan í skóm. Fékk þó reglulegar bað og fjöruferðir þar sem hann nagaði hrúðurkarla og tíndi marflær undan steinum sem velt var við fyrir hann. Það var ekki verra ef einhver vildi tína þær í lófann og lofa honum að borða úr honum. Nú er Hafdís/Hafliði (það kemur í ljós eftir 2  ár hvort það heitir) fluttur út á andatjörn með andarungunum og kemur sjaldan inn í bæ. Hann þyggur þó brauðbita úr lófunum á manni og eflaust yrði hann fádæma glaður að fá marflær á sama diski. 


(já, jæja, þetta virkar víst ekki nema maður sé loggaður inn á facebook)


Engin ummæli: