Ég er ekki alveg viss hvort ég var að koma heim eða fara að heiman. Það eina sem ég er nokkuð viss á er að ég er dauðþreytt eftir ferðina í dag. Rok og stundum hávaðarok alla leið en kosturinn við rokið er hvað landslagið breytir um svip. Samt nennti ég ekki oft út úr bílnum til að taka myndir, ég smellti bara af út um grútskítuga framrúðuna.
Á morgun þarf ég að gera helling, meðal annars að skoða aðeins eitthvað af þeim ótal myndum sem ég tók á leiðinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli