Þeir eru misjafnalega bjartir próflestrar- og prófdagarnir, stundum er heppnin með manni og kunnáttan skilar sér og þá einhvern veginn hleypur sálin yfir skýjaþykknið og upp í sólskinið. Í dag er veðurlýsing veðurstofunnar ekki hliðstæð minni lýsingu.
Munnlegt próf sem tekur ekki nema 15 mínútur og einkunn komin inn 6 tímum seinna er alveg snilld. Engin sinaskeiðabólga eftir þriggja klukkustunda ritæfingar, engin vöðvabólga, liðverkir og höfuðverkur næstu tvo daga svo hvað er hægt að biðja um meira.
Tvö búin eitt eftir og þá er ekki annað en að vinda sér í hraðlestur á þremur bindum af Íslenskri bókmenntasögu.
Raunhiminn er hulinn skýjum í dag
en það má alltaf finna eina og eina
sólarmynd á veraldarvefnum.
|
Engin ummæli:
Skrifa ummæli