Hún virkar ekki tiltakanlega stór frá þessu sjónarhorni. |
Hér sneri ég við í fyrstu ferð en fór örlítið lengara í gær |
Ég held ótrauð áfram og reif mig upp klukkan sex bæði í gær og í dag til að endurtaka leikinn. Í dag gleymdi ég mér samt við að leggja nokkra steina á sinn stað með fram stígnum og raða upp öðrum til að hefta för þeirra sem vilja troða utan alfaraleiðar með tilheyrandi skemmdum á gróðri. Það var líka góð hreyfing.
Kistufellið ylgdi brún móti himni 12. apríl |
En 13. apríl hafði snjóinn tekið upp aftur skýin og frostið hörfað og ég komst ekki mikið lengra en þetta af því ég sá of marga steina sem ekki voru á sínum stað eftir veturinn. |
Morgunverkunum lauk svo í heitapottinum í Lágafellslauginni og með því að skutla sjúkraliðanum í vinnuna. Allt frágengið fyrir níu en núna kl. 10:30 er ég enn að njóta míns útblásna sjálfsálits i stað þess að sitja við ritgerðarsmíð. Á því verður gerð bragabót um leið og ég hef skoðað veðurspána því á morgun ætla ég að hvíla brekkurnar og fara í Búrfellsgjána.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli