Stundum les ég bloggfærslur fólks sem er mér ósammála um mörg atriði, það liggur við að ég segi grundvallaratriði. Ég læt það yfirleitt ógert að koma með athugsemdir í commentakerfi viðkomandi. Ég hef nefnilega ekki séð að það hafi nokkur áhrif á bloggara þó einhver tjái andstæða skoðun. Ég er líka letingi að eðlisfari og nenni ekki að standa í þrasi.
Þegar ég er svo sammála fóki sleppi ég því líka að tjá mig. Mér finnst nefnilega setningin „Sammála síðasta ræðumanni“ þjóna litlum tilgangi og annað hef ég oftast nær ekki til málana að leggja.
Áðan las ég færslu sem ég var ekki bara sammála heldur snart hún mig hraustlega. Mér varð líka hugsað konu sem var og er kannski enn í vinnu hjá Útlendingastofnun og þessi blessaða kona er þeirrar skoðunar að þetta fólk eigi bara að vera heima hjá sér. Ég hefði alveg verið til í að ræða við hana með tveimur hrútshornum eins og var stundum sagt í „gamla daga“ þegar hún opinberaði þessa skoðun sína. Það gekk þó ekki og rökræður ekki heldur þar sem fleiri voru viðstaddir og vildu fyrir hvern mun koma í veg fyrir umræðurnar. Málið er ansi eldfimt. Ég sagði þó viðkomandi og var ekki sérlega blíð á manninn að mér fyndist hún ekki í réttri vinnu.
Ég verð enn reið þegar ég hugsa til þess að þröngsýnir rasistar skuli vera ráðnir og ráða sig í vinnu hjá stofnun sem fer með málefni flóttamanna. Og ég sem ætlaði ekki að gera annað í þessari færslu en deila slóðinni á pistilinn hennar Evu.
Eva er ein af þeim sem ég er oft sammála en alls ekki alltaf en hvort heldur eru eru pistlarnir hennar góðir. Líka þeir sem ég er ósammála.
Ég fékk lánaðar hjá henni tvær myndir sem sýna framgang réttvísinnar. Þeirrar réttvísi sem mikið af þessu fólki flýr undan.
Ég veit ekkert hvaðan hún fékk myndirnar, hún hefur klikkað á því blessunin að taka það fram. Ég hef þó enga ástæðu til að rengja sannleiksgildi þeirra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli