22. október 2011

salt


Vill einhver rétta mér saltið?
Það hlýtur að vera salt.

Það hlustar enginn.
Enginn hlustar á mig.

Það er hægt að velja sér álegg
en ekki velur maður fjölskyldu
ættingja
land
eða uppruna.

Það má þó biðja um salt.
Það hlýtur að vera salt.

 Anton Helgi Jónsson

Þetta heitir ekker og er um salt. Eða hvað? 

Annars er þetta ágætis ljóð samt er ég orðin hálf leið á því eftir að hafa velt fyrir mér formgerð, formgerðarhlutum, hrynjandi, klifun, krossbragði og meginhugsun. 

Hvað finnst ykkur? Er þetta bara maður sem situr við eldhúsborðið heima og enginn hlustar á og enginn réttir saltið eða er saltið táknið úr Biblíunni, „þér eruð salt jarðar".

Er saltið þá kristilegur kærleikur og sá sem enginn hlustar á og enginn hirðir um að rétta saltið þeir sem verða fyrir ofsóknum og ranglæti og verða ekki varir við allt þetta salt jarðar sem maðurinn boðaði þarna fyrir 2000 árum?

Ætli það sé ekki annars löngu kominn tími á að salta saltið. 



 

Engin ummæli: