Ég er komin í sjálfskipaða einangrun. Frá og með gærdeginum er ég hætt að nota Facebook a.m.k. fram yfir skil á fyrsta verkefninu mínu í HÍ. Heilanum á mér veitir ekki að öllum þeim tíma sem fáanlegur er til að læra og reyna að skilja hin ótalmörgu og illa útskýrðu hugtök sem ég á að hafa vald á að nota.
Ég er komin með vottorð upp á að kollurinn á mér ráði ekki við nema takmarkaða hluti undir álagi og nú er að sjá hverju það skilar. Samt er ég við það að gefast upp nú þegar, mér finnst ég vera búina að missa af lestinni í náminu strax af því ég náði ekki nógu góðu starti í upphafi. Maður á ekki að eyða miklum tíma í önnur verkefni en námið svona í upphafi annar að ég tali nú ekki um að taka sér tveggja vikna frí!
Svo hef ég efasemdir um að mér takist nokkurntíma að muna allt þetta sem ég á að vera að tileinka mér og fá heildarsýn yfir efnið.
En, ég er ekki að gefast upp í dag. Á eftir ætla ég að slaka mér í stól á LHS og lesa smávegis á norsku of þó ég hafi sett mig í Fb. bann gildir það ekki um bloggið, fréttamiðlana eða Google+ en á því síðarnefnda sést aldrei hreyfing svo það er enginn tímaþjófur.
Mikið svakalega langar mig samt til að vita hvort það er eitthvað að frétta á Facebook. Er ég að missa af einhverju? Er nokkuð verið að skipuleggja jeppaferð, leshring eða eitthvað annað sem mig langar tila ð gera af mér. Einkennileg tilfinning þetta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli