Ég hamast við að leyta að andstæðum og hliðstæðum þar sem þær er ekki að finna og finna svo allt annað en það sem ég er að leyta að án þess að vita svo hvernig ég á að orða hlutina svo blessaður kennarinn skilji nú hvað ég er að fara. Stundum veit ég það ekki sjálf, svo ég rölti upp stigann til að skýra hugann. Það tekst misjafnlega vel og þegar ég paufast niður aftur liggur kötturinn í hnipri, með framfót undir hægri vanga, opnar augun til hálfs og gjóar þeim á mig. Mér finnst augnaráðið glaðhlakkalegt og úr því má lesa hvað hann er hreykinn yfir því að hafa fundið sér forboðið hvíldarpláss.
Hér gerist fátt merkilegra, ég lánaði bílinn minn og nenni ekki með strætó niður í bæ til að taka þátt í mótmælum sem ég hafði þó fullan hug á að gera. Ég hef of mikið samviskubit vegna verkefnavinnunnar til að eyða tíma í það.
![]() |
Þessi er í ætt við „Finndu köttinn“ myndaæðið á Facebook en hér er bara enginn köttur. |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli