13. október 2011

Ósýnileg forynja

Fyrir fjörutiu og eitthvað árum lagðist forynja í dvala við taugarót. Hún var til friðs þar til fyrir tíu dögum síðan þegar hún sá einhverja veikleika í varnarkerfinu sem umkringdi hana og dreif sig af stað til að gera illt af sér eins og Láki forðum. Láki sá að sér og varð hundleiðinlegt og gott barn í sögulok en þessi forynja tekur engu tali og verður ábyggilega alltaf hundleiðinleg og til óþurftar.

Hlaupabóluveiran ákvað að hrella þessa blessaða taug sem hún hefur legið í dvala við, og í góðu yfirlæti hjá, alla þessa áratugi.Og auðvitað hafði hún fundið sér taug með útbreytt áhrifasvæði. Hún olli útbrotum á vinstra herðablaði, fikraði sig svo eftir tauginni fram á bolinn og síðan niður eftir handleggnum. Það stefnir allt í að á morgun verðu lófinn á mér þakinn rauðum bólum og upphleypum. Þetta minnir á fílamanninn nema hann var allur svona greyið. Hjá mér minnir þetta meira sumarleyfisferð veirunnar, hún skilur eftir sig slóð þar sem hún hefur farið um en sú slóð dofnar á nokkrum dögum.

Ég hef verið verkjalaus, sjálfir mér til ánægu en lækninum til undrunar. Hann hallaðist helst að því að lyfin við vefjagigtinni kæmu í veg fyrir verkina sem fylgja víst alltaf ristli. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, segir máltækið.

Ég lýsi því samt yfir hér og nú að ég er orðin hundleið á þessu því þó ég hafi verði laus við verki er kláðinn að sækja í sig veðrið á sýkta svæðinu og mér finnst fj... nóg að fá hlaupabóluna einu sinni. Hún var sko ekki svona lengi að ganga yfir hérna um árið.



Myndin kemur málinu ekkert við, hún sýnir bara að það
er

 


gott að búa í Kópavogi


Engin ummæli: