Ég skrapp á fyrirlestur um frestunaráráttuna og horfðist þar í augu við að þetta læknast ekki af sjálfu sér eins og kvef. Ég þarf að vinna í því.
Ég er svo búin að afkasta alveg helling í dag en ekki miklu sem skilar ljóðagreiningu á blað. Þessi helv... formgerðarhluti verkefnisins er alvega að fara með mig. Ég skil ekki glærurnar og því síður norsku kennslubókina og þó ég hafi komið því í verk að fá lánaða orðabók tekur það mig of langan tima að þrælast í gegnum kaflann. Ég vil helst klára þetta blessaða verkefni fyrir næstu viku.
 |
Ég frestaði ekki öllu því
sem þurfti að gera í dag |
Nú þarf ég að setjast niður og vinna í verkefninu í klukkutíma, verðlauna mig svo eftir á en ekki fyrir fram þannig að myndir og frekari bloggpistlar bíða þar til eftir verkefnavinnu og sjónvarpsgláp. Já, ég tek líka tíma í að horfa á sjónvarp en ég er að hugsa um að slökkva á Facebook til morguns. Ekki það að Fb. trufli mig mikið við námið þegar ég hef vinnuaðstöðu niðri og námsaðstöðuna uppi. Ég ætti ekki að þurfa að kvarta. Var ég annars nokkuð að kvarta?
1 ummæli:
Ætlaði einmitt á þennan sama fyrirlestur en gleymdi honum óvart (frestaði honum ekki)!
Við verðum að hittast við tækifæri eitthvert miðvikudagshádegið í skólanum - Njóla gæti komið líka ;-)
Skrifa ummæli