7. október 2011

Haustið er komið og í dag skín sólin á spegilsléttann Kópavoginn. Ég ætla að drífa mig út (þó fyrr hefði verið, síminn hringdi), taka með mér myndavél og kíkja aðeins á höfnina. 

Ég sé blöð á skrifborðinu og þarf að ganga frá þeim, bækur um ljóðagreiningu á náttborðinu og einhverstaðar finn ég kvíðahnút þegar ég hugsa um væntanlegt verkefni, mér finnst ég lítið kunna, vita og skylja. Ég sé ekki öll hugtökin sem ég á að kunna fyrir mér, man ekki hvað er kallað hvað núna. Vantar heildarmyndina, yfirsýnina.

 Merkilegt að þurfa alltaf að finna upp nýj og ný orð til að lýsa sama hlutnum. Hvers vegna má bygging ekki bara vera bygging áfram og formgerð liggja ofan í skúffu. Jæja hvað um það, ég ætla út í góða verðrið, hreynsa svo upp af borðinu og desktoppnum. 


Engin ummæli: