Er komin heim og ferðasagan ófrágengin og verður það eitthvað áfram miðað við alla þá fjölmiðla, facebook uppfærslur og bloggfærslur sem ég á eftir að lesa. Að ekki sé nú minnst á námið sem ég á eftir að vinna upp.
Á lauslegri og yfirborðskenndri yfirferð yfir allt þetta sem ég hef misst af undanfanar tvær vikur sé ég að mér hefur ekki alveg mistekist uppeldið á fullorðinni konu. Eitt hef ég þó lært á öllum þessum uppeldistilburðum mínum og það er að stundum þarf að hætta að ala upp annað fólk og leyfa því að taka ábyrgð á sjálfu sér. Maður neyðir ekki fólk til að axla ábyrgð og nú er ég hætt að reyna það. Þess í stað ætla ég að fara í Eymundsson á morgun og kaupa mér námsbók í stað þeirrar sem liggur í flugstöðinni í Tashkent.
Á morgun ætla ég líka að finna kortalesarann minn og/eða snúruna úr myndavél í tölvu svo ég geti farið yfir, lagað til og sett inn á netið myndir úr ferðinni.
Seinna segi ég ykkur kannski frá kameldýrum sem strjúka út í eyðimörkina frekar en fá íslenska ferðalanga á bak sér.
2 ummæli:
hmm..... nei þér hefur eiginlega tekist vel upp.
En sumt er mér bara ofviða hvað sem ég reyni. Ég er búin að reyna sko....
Já ég veit þú reynir en bara þegar það er orðið full seint. Ætli við klárum þetta ekki í þetta skiptið úr því ég er ekki hrokkin upp af standinum.
Skrifa ummæli