1. ágúst 2011

Og aftur

Daprast dagur daprast sýn og þá er kannski málið að vera ekki að tjá sig mikið. Ég má nú samt til með að halda áfram að hrósa sjálfri mér.
Ég fór í göngutúr í dag. Labbaði kortersgönguna á hálftíma og þegar ég  móð og másandi staulaðist inn úr dyrunum heima hjá mér var ég  bara rígmontin af afrekinu. Já og að göng lokinni eldaði ég hollan og góðan mat mér. Ég ætla ekki að stenda frammi fyrir konunni 15. águst og segja upp í opið geðið á henni „Nei ég hef bara ekki gert neitt í neinu, engin hreyfing og engar matarpælngar." Ens og krakki með þjóskuröskun.

Dagur er að kvöldi komin, fartölvulyklaborðið mitt erfitt –ég fæ mér aldrei svona tölvu aftur– syfjan tekur öll völd en dagurinn í dag var betri en dagurinn í gær. Það er gott að vakna á morgnana með kollinn þokkalega heiðskýrann, jafnvel þó það slái oft  út i fyrir mér þegar líður á daginn. Sjóntruflanir og svimi eru reyndar algengari en heiðskýran en ég veit að það snýst við smátt og smátt.

Ég er búin að gera áætlun fyrir daginn en ég þarf ekki endilega að fara eftir henni. Hún er viðmið og það felur í sér að borða rétt, ganga smá og hreinsa upp eitthvað smotterí af því sem afleysingamanneskjan mín yfirtók ekki af verkunum mínum.

Engin ummæli: