Það er gott að drífa sig á fætur fyrir allar aldir, setjast við tölvuna og eyða eins og tveimur tímum í að leika sér.
Nú er ég búin að setja upp klukkur sem sýna tímann í Reykjavík og Tashkent, höfuðborg Uzbekistan. Það er mjög gagnlegt.
Svo er veðurspáin komin inn líka svo það fer ekki milli mála að hitinn er ofboðslegur á staðnum og fer hækkandi. Ég hugga mig við að enn eru 18 dagar til stefnu og hitinn á að fara lækkandi á þeim tíma.
Það var auðvitað stórsniðugt hjá mér að setja inn teljara á siðuna, nú get ég stressað mig upp úr prjónaskónum í hvert skipti sem ég fer hér inn. Kannski hefði mér verið nær að telja niður í skólabyrjun,
Engin ummæli:
Skrifa ummæli