Ég þarf einhvernveginn að komat í html kóðann á þessari síðu og sníða hana að mínu höfði.
Ég hef samt ákveðnar efasemdir um að tima mínum væri vel varið í það. Mér væri nær að vinna smá og fara út að ganga, tína sveppi og finna ber.
Þráhyggjan liggur nú samt á html núna. Kannski ég prufi.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------
Nú er nokkuð ljóst að ég þarf að fara að drífa mig út á meðal fólks. Ég er farin að tala óþarflega mikið við sjálfa mig á netinu!
Html dundinu er hætt, ég finn ekki hvernig á að breyta síðunni svo textinn fái meira pláss á kostnað bakgrunns. Dreamwever er of flókinn til að læra á hann á hálftíma og nú langar mig til að gera eitthvað skemmtilegt. Ég vaknaði nefnilega með þá tilfinningu í morgun að það gæti verið gaman að fara á fætur og gera eitthvað. Það er góð tilfinning hvað sem öllu orkuleysi líður.
Já og svo færði ég landafræði leikinn sem Sjúkraliðanum mínum fannst einu sinn ómissandi inn á sér síðu en hann passar bara illa á síðuna og ég vil finna leið til að hafa bara leikinn þarna á öllum skjánum.
Ég er hætt Fb leikjadundinu (enda heilsan á uppleið) en gríp í þennan annað slagið. Ég held að það geri heilanum meira gott en hinn fíflagangurinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli