Ég var andlega þjökuð af húmorsleysi i dag. Allavega, nokkurnvegin og hér um bil enda fann ég engnn til að segja brandara nema sjálfa mig og ég er orðin leið á að hlusta á þessa fimmaurabrandara mína. Með það fór ég í lyfjagjöf á 11B og varð fyrir hugljómun.
Ég þykist þess nú fullviss að húmorinn eigi upptök sína í frumunum og helst í þeim sem skipta sér ört. Ég er bara ekki alveg komin svo langt að finna þessar frumur i líffræðinni. Kannski eru þetta beinmergsfrumurnar, kannski frumurnar í hársekkjunum, sem leiðir þá hugann að því hvort sköllóttir hafi annan húmor en vel hærðir einstalingar, kannski í öðrum frumum sem ég kann ekki að nefna.
Sönnunin fyrir þessari kenningu minni er sú að ákveðin krabbameinslyfi, sem drepa frumur sem skipta sér ört, drepa líka niður húmorinn.
Þarf frekari vitnanna við?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli