
Ég þekki mann, já og bara nokkuð vel, sem fór í hjáveituaðgerð fyrir 10 árum. Þá ekki nema rúmlega fertugur. Þetta er vissulega arfgengur sjúkdómur í hans tilfelli en reykingarnar, kokteilsósan, kjötfarsið, majóneshrásalatið og allt hitt hafa allavega 50% að segja. Ef ekki 75%. Nú eru allar þrjár nýju æðarnar –ja, þær eru auðvitað ekki nýjar þær eru jafn gamlar honum, voru bara færðar til– stíflaðar aftur og blástur kemur ekki til greina. Helst ekki ný aðgerð og þá er bara lyfjagjöf eftir og hún verður prófuð til að byrja með.
Ég er einhvern veginn ekki að orka þetta til viðbótar við annað en ætli ég dundi samt mér ekki við að skoða hjartadeildina á Lansanum á heimsóknartímum. Allaveg eitthvað.
Og ég sem ætlaði að fara að tala um eitthvað skemmtilegra en veikindi.
Bróðir minn á afmæli í dag. Einu skiptin sem ég tek eftir því að ég eldist er þegar systkyni mín verða fimmtug!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli