Ég er hér enn en ekki nema að nafninu til í augnablikinu.
Einhvernvegin stóð ég í þeirri trú að allar aukaverkanir eftir síðustu lyfjagjöfina yrðu léttbærari og auðveldari þegar ég gæti sagt, þetta er í síðasta skipti. En reyndin er önnur og þetta er ekkert auðveldara.
Mig langar í bæinn á menningarnótt en ég er ekki viss um að ég hafi krafta í það.
Sjáum til.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli