3. ágúst 2011

Að hlusta

Einu sinni áttaði ég mig á því að ég hlustaði sjaldnast á fólk. Ég beið bara eftir að það kláraði að tala svo ég kæmist að með mínar skoðanir, helst þurfti ég að grípa fram í til að koma allri minni visku að. Svo lærði ég að hlusta á orðin og stundum næ ég að vera svo djúpvitur að hlusta á hvað fólk er að segja með orðunum. Ekki alltaf og ég þekki auðvitað fólk sem bara kann ekki að nota orð til að tjá sig. Ekki orð um það meir.

Í kvöld beið ég í símanum eftir þjónustufulltrúa Vodafone. Meðan ég beið fékk ég að vita hvaða takka á fjarstýringunni þarf að ýta á til að virkja hana aftur eftir óhöpp eins og ég lenti í með tækjabúnaðinn í gærkveldi.
Með öðrum orðum, að hlusta á sjálvirka símsvara getur verið góð og gagnleg skemmtun og sparað pirringinn við þjónustufulltrúana. Eins gott að ég var búin að læra að hlusta.

Góðar stundir.

Engin ummæli: