út að labba og svo er ég á leiðinni út í heim, er komin með farmiðana í hendurnar og get hlakkað til í rúman mánuð.
Að sumu leyti er mér þó ekki hlátur í huga, ég man of vel verkin sem átti að klára í apríl í fyrra og voru ekki unnin fyrr en í lok september. Mér finnst ýmislegt benda til að ástandið verði eins í ár. Ég velti aðeins fyrir mér ábyrgð þessa dagana, bæði minni og annara.
Hvað sem ábyrgð annara líður þarf mín heilsa að vera nógu góð til þess á morgun að hreinsa upp Todo listann minn með gömlum loforðum og ýmsu sem hefur safnast upp. Kannski vanmat ég það í vor hvað ég þyrfti á miklum afleysingum að halda.
Ég ætla nú samt að sýna það kæruleysi á morgun að hitta vinkonu í kaffi og aðra á föstudag. Mér finnst of gott að þær skuli vilja gefa sér tima til að sinna mér til að segja nei.
2 ummæli:
hmmm..... þarf eflaust eitthvað á þér að halda.
Já, verst hvað ég er óaðgengileg bæði fyrir sjálfa mig og aðra.
Skrifa ummæli