Aftur á móti fór ég í sogaæðanudd í morgun –afskaplega ljúft, en nuddarinn mætti spjalla minna– í kaffi á Kjarvalsstaði seinnipartinn, í pizzu til yngra afkævmisins í kvöld og var svo bara stálslegin í kvöld. Ýkjur? Jú, auðvitað eru þetta ýkjur en ég er nú samt miklu skárri en ég hef verið frá 27.júlí. Vonandi liggur leiðin upp á við eftir þetta.
Þó ástandið sé að lagast er ég enn númeri stærri en ég var fyrir nokkrum mánuðum, fötin springa ef ég reyni að reyra þau að mér svo ég dreif mig í Kringluna. Nú á ég bæði boli og buxur sem ég get notað næstu vikur –ég ætla að leggja þeim í haust– og þarf ekki að skammast mín mikið fyrir útganginn ef ég þarf að fara úr húsi.
Á morgun vona ég að kollurinn verði laus við lyfjaáhrifin, vöðvarnir farnir að jafna sig af steraniðurtrippinu og ég geti gert eitthvað skemmtilegt. Ég hef tekið eftir því að þegar maður getur ekki unnið verður vinna hin mesta skemmtun.
5 ummæli:
hmmmm..... enga leti.
Við ætlum á ganga eitthvað stór og mikið næsta sumar SAMAN...
sammála síðasta ræðumanni enda var hann ég....
Þú vilt kannski bara halda áfram að tala við sjálfa þig hérna :p
Þetta var ekki leti bara máttleysi. Það er enginn til að bera mig heim ef fæturnir neita því.
Við ætlum að labba næsta sumar, eitthvað skemmtilegt og skrýtið en ekki endilega stórt og mikið.
Mér líst illa á fólkið sem labbar á 52 tinda tveimur árum eftir krabbameinsmeðferð.
Ég hef nefnilega þá trú að til að líkaminn nái að heila sig þurfi hann helling af orku sem ekki megi taka frá honum í ofursperringi.
að ganga eitthvað skemmtilegt og skrýtið er stórt og mikið....
að ganga Rauðasjó fellur til dæmis vel inn í þann pakka....
Feta í fótspor Gunnars á Hlíðarenda...
eða tölta upp á Búlandstind....
Af hverju Rauðasjó og hvar er hann?
Fetum frekar í fótspor Náttfara, mér leiðist Gunnar og Gunnarshólmi.
Skrifa ummæli